Tölum saman reynir á tjáningu og sjónarhorn nemandans. Átt er samtal um ákveðið listaverk af eigin vali við nemendur sem varðar þeirra skoðun á verkinu. Spurt er um persónulega túlkun verksins, hvaða tilfinningar vakna við áhorf verksins, merkingu verksins og aðra þætti varðandi sjónarhorn einstaklingsins á verkinu og hvort það gæti breyst með aukinni vitneskju um verkið eða utanaðkomandi þætti. Þessi þáttur verkefna á sér mikinn grunn í kenningum John Bergers um hvernig við sjáum list frá mismunandi sjónarhornum.

Hvernig líður þér?

Við erum öll eins fjölbreytt og listin í heiminum, sem þýðir að við höfum ólíkar skoðanir á því sem við sjáum. Hver er þín upplifun á verkinu sem verið er að horfa á? Segðu frá tilfinningunum þínum og hugsunum varðandi verkið. Engin svör eru röng þar sem þetta er þín eigin persónulega upplifun á verkinu.

Utanaðkomandi Öfl

Er eitthvað sem getur haft áhrif á það hvernig við sjáum list? Sjónlist virkar hvar sem er hvort hún sé stödd í raunheiminum eða á netinu vegna þess að eina sem hún þarf er sjónina. Sjónlist er hljóðlát og hreyfingarlaus og virkar sem gluggi inn í myndefnið sem á sér stað.

En eru einhverjir þættir sem gætu breytt því hvernig við sjáum verkin? Af hverju haldið þið að þessir þættir hafa áhrif á listina og hvernig?

Gæti það verið persónuleg reynsla? vitneskja um verkið? eða allt aðrir þættir eins og tónlist eða hreyfing? Hvað haldið þið?

Previous
Previous

Teiknum saman

Next
Next

Gerum eitthvað