Gerum eitthvað fer mismikið í alla lykilþætti sjónlistar en lagt er sérstaka áherslu á hugsun og skilning einstaklingsins. Unnið er með fjölbreytta vinnuþætti sem stuðla að því að móta dýpri skilning á eigin hugsun og upplifun eða heyra ólík sjónarhorn samnemenda.

Tjáknin, eða Emojis er orðinn stór partur af samskiptum á netinu í dag. Þessi tjákn geta innihaldið skilaboð ef maður raðar þeim upp rétt og eru orðin af híeróglýfum okkar tíma.

Ef að þið áttuð að lýsa listaverki með tjáknum, hvaða tjákn mynduð þið velja? Afhverju? Prófum þetta saman!

Reynum að lýsa einu listaverki með einu tjákni. Prófum svo að lýsa því með tveimur tjáknum. Hvernig gekk það? Hvað getur þú lýst einu listaverki með mörgum tjáknum?

Tjákn og myndlist.

Rafræn söfn eru ekki einungis bundnar við stofnanir og önnur söfn, heldur getið þið gert ykkar eigin rafræna sýningu. Skapið ykkar eigin list og setjið á samfélagsmiðla af ykkar vali. Listin getur verið unnin út frá verkum Rafræna Safnsins eða upprunaleg verk. Listin getur verið fjölbreytt eins og ljóð, myndband, málverk, teikning. Möguleikarnir eru endalausir!

Til þess að skipuleggja eigin sýningu þarf maður að ákveða saman hvað er verið að sýna, hvar er verið að sýna, af hverju það er verið að sýna og að lok hvað sýningin heitir.

Okkar eigin sýning

Previous
Previous

Tölum saman