Um Höfundinn.
Höfundur á verkefninu Rafræna Safnið er Jens Th. C. Pétursson, nemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Rafræna Safnið er hluti af 10 ETC Lokaverkefni til B.Ed.- Prófs með áherslu á list og verkgreinar. Verkefnið samanstendur að greinargerð og kennsluvef. Í þessu verkefni er skoðað möguleikann að aukni aðgengi sjónlistar í kennslu með útfærslu kennsluvefs í anda rafrænu listasafni. Kennsluvefurinn er hugsaður sem tillaga að lausn við skort safna hjá kennurum á landsbyggðinni. Vefsíðan inniheldur fræðslu myndlæsis og sjónlista, verkefnabanka og safn listaverka frá Listasafni Árnesinga. Í greinargerðinni er farið yfir fræðilegum þætti verkefnisins, tengingar við list- og kennslufræðinga auk núverandi skólastefnu íslands. Farið er yfir útfærslu rafrænna safna, myndlæsi og rannsóknir fræðimanna um vinnslu með list. Markmið verkefnisins er að skapa vefsíðu fyrir kennara á íslensku í anda rafrænna listasafna. Niðurstöður benda til þess að með aðgengi sjónlistar gegnum vefinn dragast út takmarkanir við aðgengi listar og með auknu aðgengi gefst nemandanum tækifæri til þess að upplifa listina og öðlast hæfni og reynslu við vinnu myndlistar. Reynslan byggir upp aukin lærdóm og skilning efnis auk auðveldara aðgengi að lærdóminum sem á sér stað.
Lokaverkefnið má finna í Skemmunni
Upplýsingar
Aðgengi að fjölbreyttum list- og menningarheimi veitir nemendum tækifæri til þess að þróa eigin hugsanir og gera sér grein fyrir þeim (Eileen Adams, 2016). Efling gagnrýnnar- og rökhugsunar myndast út frá áhorfi (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2013) og reynslu (John Dewey, 1938) til að einstaklingurinn eigi tök á því að efla sjálfið. Til þess er nauðsyn að hann hafi aðgang af listasöfnum, sem er ekki raunveruleikinn alls staðar. Markmið verkefnisins er að koma til móts við þá skóla sem skortir aðstæður til að komast á listasöfn eða hafa ekki aðgengi að söfnum í kennslu með gerð kennsluvefs á íslensku setta upp í anda rafrænna listasafna. Í þessari greinagerð verða skoðaðir möguleikar á vinnslu slíks verkefnis.
Takmarkað framboð er á rafrænum listasöfnum á íslensku þar sem áherslan er lögð á kennslufræðilega nálgun á viðfangsefnum sjónlista með leiðsögn og aðferðum til þess að rýna í hana. Vegna skorts á aðgengilegu kennsluefni sjónlista á netinu ákvað höfundur þessarar greinagerðar að skapa kennsluvef með uppsetningu líkt og rafræns listasafns. Vefurinn getur nýst kennurum við kennslu sjónlista í gegnum veraldarvefinn, en einnig er námsvefurinn hugsaður sem verkefnabanki sem og leiðsagnarvefur í gegnum sjónlistina. Við gerð verkefnsins Rafræna Safnið voru áherslur lagðar á hugmyndafræði rafrænna safna, myndlæsi og kenningum John Bergers um ólík sjónarhorn. Nálgun verkefnsins byggist á áherslum Aðalnámskrá Grunnskóla um sjónlistir en fræðin bak við verkefnið byggist á kenningum frá John Dewey, Eileen Adams og Henning Beck um kennslu við reynslu einstaklinga, nám við umhverfi og list og mótun nýrrar hugmyndar út frá reynslu einstaklinga. Greinagerðin er ætluð til þess að varpa fræðilegu ljósi á vefsíðuna með tengingum fræðigreina, listfræðilegum kenningum og núgildandi Aðalnámskrá grunnskólans (2013) og öðrum gildandi menntastefnum.
Verkefnið Rafræna Safnið er unnið í samstarfi við Listasafn Árnesinga.
Gagnlegar vefsíður