Aðalnámskrá Grunnskólans

Aðalnámskrá Grunnskóla er stjórntæki sem er sett af mennta- og menningarráðherra sefur mörg hlutverk, en í grunnin er hún rammi utan um skólastarf sem veitir leiðsögn um tilgang og markmið þess. Í aðalnámskránni er fjallað um hlutverk hennar auk almenna menntun og grunnþætti, mat á skólastarfi og meira. Hún er ætluð til nemenda og starfsfólk skóla og setur fyrir sameiginleg markmið náms og kennslu í öllum grunnskólum.

Þrjár megináherslur sjónlista í aðalnámskránni er sköpun, rannsókn og greining. Rafræna safnið leggur sérstakar áherslur á rannsókn og greiningu sjónlista en inniheldur einnig verkþætti sem ýta undir sköpun. 

Í aðalnámskránni eru sex grunnþættir menntunar, sem eru skilgreindir sem grunnþættir í íslenskri menntun og eru leiðarljós að almennri menntun og starfsháttum í grunnskólum hér á landi. Þessir grunnþættir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnréttindi og sköpun. Á Rafræna Safninu er lagt sérstaka áherslu á sköpun og læsi. 

Markmið Rafræna Safnsins er að kennarar fái aðgengi að list, verkefnum og umræðupunktum til þess að æfa gagnrýna hugsun nemenda og með aukinni æfingu geta nemendur fært rök fyrir sinni hugsun. Sköpun felur í sér að móta viðfangsefni og miðla þeim, búa til, gera eitthvað nýtt eða auðvísi en hún er einnig skilgreind að upplifa, njóta, örva forvitni og áhuga, sem er eitt af lykiláherslum verkefnisins. Við upplifun á fjölbreytti sjónlist mótar einstaklingur sinn persónulega listasmekk.

Skilgreini læsis er oft einungis litið á sem hæfileikann til þess að geta fært hugsun sína á letur og skilið prentaðan texta, en einnig  getur það verið skilgreint sem að geta lesið, skilið, túlkað, túlkað og unnið með ritrænt mál, orð, tölur, myndir og tákn. Á Rafræna Safninu er ein af lykiláherslum þess læsi á myndum, eða myndlæsi.

Hér fyrir neðan má sjá hæfniviðmið fyrir Rafræna Safnið sem eru byggð út frá hæfniviðmiðum Aðalnámskrá Grunnskóla.

(Myndir í eigu Mennta- og menningarmálastofnun)

Hæfniviðmið

  • • lagt mat á verk annara,

    • fjallað um verk annara,

    • hagnýtt þá leikni sem hann hefur öðlast í einföldum verkefnum,

    • skapað myndverk í ýmsum tilgangi með markvíslegum aðferðum,

    • tjáð tilfinningar, skoðanir og hugmyndaheim sinn á myndverk,

    • skilið Mismunandi tilgang myndlistar og hönnunar.

  • • hagnýtt leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni.

    • gert grein fyrir menningarlegu hlutverki listar,

    • gert grein fyrir helstu hugtökum sjónlistar,

    • nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun,

    • byggt eigin listsköpun á hugmyndarvinnu tengdri rannsóknum og reynslu,

    • fjallað um eigin verk og verk annara í virku samtali við aðra nemendur,

    • gert grein fyrir og fjallað um ýmsar stefnur myndlistar með því að bera saman stíla og tímabil tiltekinna verka og sett þau í það menningarlega samhengi sem þau voru sköpuð,

    • greint, borið saman og metið aðferðir við gerð margskonar listaverka,

    • greint og fjallað um áhrif myndmáls í umhverfinu og samfélaginu,

    • gert grein fyrir margvíslegum tilgangi myndlistar og hönnunar.

  • • unnið sjálfstætt eftir vinnuferli frá hugmynd til lokaafurðar og greint frá mismunandi nálgun við vinnuna,

    • beitt þeirri tækni sem námsgreinin býr yfir á sjálfstæðan hátt,

    • tjáð sig um verk annara með því að nota hugtök sem greinin býr yfir,

    • metið eigið verk og annarra og rökstutt álit sitt með þeim hugtökum sem viðkomandi námsgrein býr yfir,

    • notað orðaforða og hugtök til að tjá skoðanir sínar á myndlist og hönnun og fært rök fyrir þeim út frá eigin gildismati,

    • gagnrýnt af þekkingu, sanngirni og virðingu eigin verk og annarra bæði einn og í samvinnu,

    • greint, borið saman og lýst ýmsum stílum og stefnum í myndlist og hönnun, bæði á Íslandi og erlendis og tengt það við þá menningu sem hann er sprottinn úr,

    • gert grein fyrir margvíslegum tilgangi myndlistar og hönnunar og sett hann í persónulegt, menningarlegt og sögulegt samhengi.

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru markmið sem gilda á tímabilinu 2016 til 2030 og snúast um sjálfbæra þróun og taka fyrir innanlandsmála sem og alþjóðastarf á gildistímanum. Heimsmarkmiðin eru 17 og eru samþætt, órjúfanleg og mynda jafnvægi á milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahafslegu, félagslegu og umhverfislegu. Aðalmarkmið heimsmarkmiðanna er að engir einstaklingar eða hópar eru skildir eftir. (Áslaug Karen Jóhannsdóttir, 2015).

Fjórða heimsmarkmiðið er menntun fyrir alla. Með því er stefnt á að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðlar að tækifærum allra til náms. Með því að veita aðgengi að list í gegnum Internetið ýtir það undir aðgengi fólks alls staðar um landið til þess að upplifa list- og menningarafurð samfélagsins síns auk annara í heiminum. Rafræna Safnið býður upp á aðgengilega nálgun að sjónlistum og með auknu aðgengi safnsins styður það við undirþátt 4.7 í menntun fyrir alla. Að tryggt sé að allir nemendur öðlist þá þekkingu til þess að ýta undir sjálfbæra þróun og sjálfstæðan lífsstíl með því að hlúa að friðsamlegri menningu, með kynjajafnréttindi og sjálfbærrar þróunar.

Með aðgengilegri nálgun á list- og menningarheiminum opnast fleiri möguleikar á sjálfsupplifun og að finna með öðrum í gegnum list, því ekki er hvaða einstaklingur hefur opið aðgengi að listasafni eða listrænum menningarheim sem þau tengja við eða tilheyra.

(Mynd í eigu Sameinuðu þjóðanna)

 Fræðimenn og kenningar.

  • John Dewey, fæddur árið 1859 í Vermont, Bandaríkjunum var mikill fræðimaður varðandi heimspeki og menntunarfræði og er talinn vera einn af áhrifamestu fræðimönnum síns tíma (John Dewey, 1938, bls. 9). John Dewey lagði til að nemendur sem fengu tækifæri til þess að reyna á tækni og hæfileika raunveruleikans myndu öðlast lærdóm frá reynslunni. Með reynslu sjónlista í gegnum aðgengi þess fá nemendur tækifæri til þess að upplifa hana og með því þroska getu sína til greiningar á sjónlistum, gagnrýni á eigin hugsunum, þroskun getu sinna til rökstuðnings á eigin skoðun og öðlist tengsl við menningu og umhverfi.

    Kennsla með reynslu nemenda að leiðarljósi reynir til þess að nemendur rækti hæfni sem byggist á reynslu og upplifun til þess að rökstyðja eigin skoðanir, sýna gagnrýna hugsun og mynda tengsl við menningu og umhverfi.

  • Henning Beck er lærður heilaskurðlæknir og rithöfundur sem hefur gert rannsóknir á starfsemi heilans. Við rannsóknir Henning Becks hefur hann lagt til kenningar um hugsun heilans, hvað er hugsun og hvernig heilinn skapar nýjar hugmyndir. Hann ber saman getu heilans og vinnslugetu tölvu og útskýrir munin þar á milli.

    Samkvæmt Henning Beck, þá vinna tölvur einungis með greiningu gagna á meðan mannsheilinn vinnur með hugmyndir. Hugmyndir er þegar heilinn vinnur með gögn til þess að breyta persónubundnu sjónarhorni vegna þess að í gegnum ævina öðlast persónan nýja reynslu á heiminum sem gerir henni mögulegt að hugsa út fyrir gagnarammann með því að tengja nýjar upplýsingar og önnur gögn við þá reynslu sem einstaklingurinn hefur fyrir.

    Við þurfum mannlega reynslu til þess að móta nýjar hugsun og hugmyndir þar sem hlutir byggjast á staðreyndum en til þess að skapa eitthvað nýtt er nauðsynlegt að reynsla sé til staðar.

  • John Berger er breskur ritgerðarhöfundur og menningarlegur hugsuður sem var með margar kenningar um það hvernig við horfum á list, hvort það sé út frá fræðilegu, menningarlegu eða okkar sjónarhorni. John Berger er örugglega þekktastur fyrir samansafn ritgerða og þættina að nafninu Ways of Seeing sem voru gefnir út af BBC árið 1972.

    Berger skoðaði stöðu sjónlistar í fyrsta þætti seríunnar þar sem hann skoðaði stöðu og framtíð sjónlistar í heimi ljósmynda og fjöldaframleiðslu. Hann lagði til þess að sjónlistin færist nú um heiminn til okkar stað þess að við fórum til hennar. Þökk sé myndavélinni er sjónrænt efni aðgengilegt hvar sem er, hvernig sem og og fyrir hvað sem er. (John Berger, 1972). Kenningar hans um fjöldaframleiðslu og aukna aðgengi listar var kveikjan að þessu verkefni og fyrir listfræðilegar hugmyndir frá 1972 halda kenningar John Bergers vel upp enn í dag þökk sé tækni nútímans höfum við núna ótakmarkað aðgengi að efni heimsins.

    Hægt er að fræðast um kenningar John Bergers og meira annaðhvort í gegnum ritgerðasafnið eða bresku sjónvarpsþættina Ways of Seeing.

    Einungis verður lagt áherslu á fyrsta þátt seríunnar til byrjunar, en við framtíðarvinnu verður farið meira í hina þrjá.

    Með fjöldaframleiðslu myndlistar hefur komið upp möguleikinn á auknu aðgengi á sjónlistum. Listin er ekki lengur bundinn við neinn stað og getur ferðast hvert sem er með litlum takmörkum.

  • Uppsetning rafræns safns er í grunnin samansafn af uppteknum myndum, hljóði, texta eða önnur gögn sem tengjast sögulegum, vísindalegum eða menningarlegum mikilvægum sem er hægt að nálgast með rafrænum búnaði. Rafræn söfn, eins og nafnið gefur til kynna eiga sér ekki stað í okkar holdlega heimi heldur eru einungis aðgengileg í gegnum rafrænan búnað eins og tölvur og sýndarveruleika. Flest rafræn söfn eiga rætur sínar í COVID-19 heimsfaraldurinn en hugmyndin var til fyrir það, en þökk sé COVID nýttu söfn sér þessa hugmynd til þess að endurskapa upplifunina að mæta á listasafn í gegnum netið vegna samkomubanns (Britannica, 2017 og Verity Burke, Dolly Jørgensen og Finn Arne Jørgensen, 2020).

    Rafræn söfn eru þó ekki einungis bundið við stofnanir og listasöfn. Á hápunkti COVID-19 tók hópur af einstaklingum í Kína það í hendurnar að vera með sitt eigið rafrænt safn í gegnum samfélagsmiðlana Kuaishou, TikTok og WeChat. Þar setti fólk inn myndir, teikningar, ljóð og dagbókarfærslur af sinni eigin persónulegri reynslu í gegnum samkomubönnin í Kína þar sem þeir fengu tækifæri til þess að deila sínum upplifun með öðrum sem eru að ganga í gengum það sama (Feng X, 2020)

    Ákveðin notkun af rafrænum söfnum hafa einnig verið notaðar í kennslu, en hópur frá Kóreu að nafninu Visual Art Museum Educational Program, eða VAMEP tók það að sér að endurskapa safn í gegnum tölvuleikjaforritið Roblox. Safnið sem var endurskapað ver Moonshin Listasafnið í Chanwong þar sem skúlptúrar eftir listamanninn Moonshin voru sýnd. Niðurstöður rannsóknar bentu til þess að nemendur sem tóku þátt í rafrænu upplifuninni af Moonshin Listasafninu sýndu á framförum í eigin námi varðandi list- og menningu með því að skoða rafræna safnið og að þátttaka rafrænna safna sé árangursrík leið til kennslu hvað varðar söfn, listamanninn og listina. (Kang, D., Choi, H., og Nam, S., 2022)

    Með rafrænum söfnum er gefið einstaklingnum tækifæri til þess að upplifa listina án takmörkun mannfjöldans, tímarömmum opnunartímans og staðsetningu.

  • Eileen Adams er Skoskur fræðimaður sem skrifaði bókina Eileen Adams: Agents of Change in art, design and enviromental education og gaf hana út árið 2016. Þar skrifar hún um hugmyndir sínar og reynslu gegn ýmis verkefni tengt söfnum og list.

    Adams leggur til þess að kennsla tengd listum, umhverfi og menningu myndaðist auðveldara aðgengi að lærdóminum sem átti sér stað. Við þátttöku bjuggust nemendur ekki við flóknum upplýsingum um viðfangsefnið, sögu þess né djúprar greiningar á viðfangsefninu við byrjun en öðluðust þá vitneskju við lok kennslu. (Eileen Adams, 2016).

    Við kennslu með listum myndast auðvelt aðgengi að lærdóminum sem á sér stað og með vinnslu listaverka fundu nemendur fyrir hvatningu til þess að segja frá eigin hugsun og mótað skoðanir.

  • Hvernig við sjáum list er mismunandi eftir því hver sér listina. Hvort það sé mismunandi menningarheimur, bakgrunnur, upplifunar eða persónulegar skoðanir, hafa allir þessir þættir áhrif á það hvernig list er séð. Til þess að einstaklingur getur tjáð eigin upplifun þarf hann að sýna færnina og rökhugsun til þess að koma sínu máli fram. Ein aðferð til þess að rækta þessa færni er með þjálfun á myndlæsi. Myndlæsi er sá hæfileiki til lesturs og vinnslu með myndir til þess að greina skoðanir og sjónarhorn einstaklings. Myndlæsi byggist á tungumálafærni, tjáningu og samskiptum, sem er hentugt þar sem miðlun í okkar nútímasamfélagi er helst sjónræn. Í myndlæsi er helst unnið með umræðu- og spurningaraðferðir þar sem einstaklingar fá tækifæri til þess að tjá sig, lýsa eða túlka það sem þau sjá. Með þessari þjálfun er leitt nemandann inn í listaverkið til umfjöllunar og virkt er hæfileikann til túlkunar, að setja hluti í samhengi auk þess að spyrja spurningar um myndefni sem einstaklingurinn sér. (Ragnheiður Vignisdóttir, Marta María Jónsdóttir og Anja Ísabella Lövenholdt, 2023)

    Börn læra á myndlæsi áður en þau ráða við stafi og orð með því að greina í smáatriði í myndum sem fara fram hjá textamiðuðum fullorðnum lesanda. Við búum í sjónrænum heimi þar sem sjónrænt áreiti er meira en nokkur sinnum fyrr. Þess vegna er mikilvægt að við ræktum þennan hæfileika meðal barna svo hann gleymist ekki. (Bergrún Íris Sævarsdóttir, munnleg heimild, 2021).

    Með aðferðum myndlæsis er maður að koma eigin reynslu og sjónarhorni myndefnis fram með því að beita færni og rökhugsun í gegnum lestur og vinnslu með myndir. Á okkar sjónrænu öld er mikilvægt að nemendur fái tækifæri og aðgengi til þess að rækta hæfileika til myndlæsis. Vinnsla með myndlæsi býður einnig upp á auðvelda og flókna nálgun á flóknum viðfangsefni.