Skoðum saman reynir á greiningu verka þar sem nemendur eru fengnir til þess að rýna í listaverkin og greina þau, hvað þau sjá og af hverju. Verkefnin þar styðja við rannsókn og greiningu verka og fá innblástur frá kenningum Listasafns Íslands og Menntastefnu Reykjavíkur um myndlæsi.
Greinum í verkið
Hvað er það sem er að gerast í listaverkinu? Er þetta náttúrulistaverk eða sjálfsmynd? Er andrúmsloftið í myndinni rólegt eða ekki? Hvað sjáum við í listaverkinu og af hverju? Er eitthvað meira sem við getum séð í verkinu?
Til þess að gera þetta spennandi er hægt að fara í sameiginlega keppni, þar sem er gefið eitt stig fyrir hvern hlut sem maður getur lesið úr verkinu.
Tengingar við eigið líf
Þegar við sjáum eitthvað nýtt er að tengja það við okkur sjálf oft það fyrsta sem við gerum. Við sjáum heiminn út frá okkar eigin sjónarhorni og við sjáum líka listina út frá okkar eigin sjónarhorni. Tölum saman hvað við sjáum og hvort við tengjum myndefnið við okkar líf.
Það gæti verið umhverfið í myndinni sem er eins og heima, eða hús sem eru svipuð. Það getur verið hvað sem er. Upplifandir, útlit eða þemu. Spjöllum um það.
Hvað er að gerast?
Þegar við sjáum málverk getur það einfaldlega verið máluð mynd af einhverju ákveðnu, eins og náttúru, sjálfsmynd eða eitthvað annað. En eins og sagt er þá inniheldur mynd meira en þúsund orð.
Er málverkið tóm mynd, eða er einhver saga í verkinu? hvað er að gerast í verkinu? Segið frá og deilið hvað þið sjáið í verkinu.