VELKOMIN/N Á RAFRÆNA SAFNIÐ
Til þess að fá bestu upplifunina af rafræna safninu mæli ég með að þið fylgið þessum leiðbeiningum.
Setjið skjáinn í fullscreen með því að ýta á F11 takkann á lyklaborðinu. Hægt er að fara aftur úr fullscreen með því að ýta á sama takka.
Slökkvið á tónlist, setjið símana á silent og losið ykkur við öll óþarfa hljóð. Sýnum listinni eins virðingu og við myndum gera á raunverulegu safni.
Hér er óhætt að snerta listaverkin. Strjúkið höndunum ykkar meðfram skjánum og finnið áferð skjásins og stöðurafmagnið. Ef Rafræna Safnið er varpað frá skjávarpa, halló! Strjúkið vegginn eða skjáinn sem verkin hanga á.
Náttskriða (2021) Eftir Jens Thinus.
Rafræn list (Microsoft Paint)
Hvað er Rafræna Safnið?
Rafræna safnið er kennsluvefur fyrir alla sem vilja læra að njóta myndlistar en hafa ekki aðgengið til þess að fara söfn. Rafræna Safnið kemur þar inn sem möguleg lausn fyrir þá einstaklinga sem skortir aðgengi að listasafni í sínu nærumhverfi sem lifandi vefsíða fulla af list og áhugaverðum punktum.
Markmiðið með þessu verkefni er að skapa vefsíðu fyrir kennara á íslensku í anda rafrænna listasafna, því skortur er á íslenskum rafrænum listasöfnum. Verkefnið er skapað til þess að mæta kröfum um aðgengileika kennara landsbyggðarinnar sem gets nýtt sér verkefnið við kennslu sjónlista.
Uppsetningin á vef Rafræna Safnsins er í anda rafræns listasafns sem byggist á raunverulegu safni, þar sem maður mætir í innganginn, fær allar helstu upplýsingarnar í gegnum bæklinginn og skoðar svo síður vefsins af fúsum vilja. Ég mæli þó með að fara í gegnum Rafræna Safnið eins og það er uppsett efst uppi.